mánudagur, 21. júlí 2008

Loksins, loksins...

Ótrúlegt en satt, ég er loksins búin að setja myndirnar frá reunion-inu á myndasíðuna mína! Ef fleiri eiga myndir frá kvöldinu, endilega sendið þær á mig og ég bæti þeim við.

Skoðar annars enginn þessa síðu lengur? Ekkert að frétta af neinum...?

Kveðja,
Helga.

mánudagur, 11. febrúar 2008

Hvernig væri að fá smá fréttir?

Heyrst hefur

...að Sigurbjörg sé búin að eiga lítinn strák.
...að Bára sé tönuð í drasl eftir ferð til Dóminíska lýðveldisins.
...að Thelma sé búin að vera hætt að reykja í 6 mánuði.
...að myndasíða Helgu sé loksins að verða tilbúin.
...að Helga setji samt ekki inn myndir fyrr en eftir rúman mánuð þar sem hún verður upptekin við að bakpokast í Asíu næsta mánuðinn.

Eru ekki einhverjir með skemmtilegar fréttir úr hópnum?

Hvernig var þetta annars. Voru ekki fleiri en ég með myndavélar á reunion-inu...?





Ciao,
Helga.

fimmtudagur, 20. september 2007

Sneak peak






Það er smá vesen með myndasíðuna mína, en þegar ég get sett myndirnar inn, þá verða þær hér. Set inn smá preview hér svona til að byrja á.

Kveðja,
Helga.

mánudagur, 10. september 2007

Brjálað stuð:)

Sælt verið fólkið og takk fyrir síðast:)
Mikið svakalega var gaman að hitta ykkur öll og skemmta sér með ykkur! Langt síðan ég hef skemmt mér svona mikið og ég vona að þið skemmtuð ykkur öll eins vel og ég!!

En nú langar mig að vita hvort þið sem voruð með myndavélar væruð til í að senda mér myndir svo við getum nú sett þær hér á bloggið og allir geti skoðað:)

Endilega sendið þær á baraj@vodafone.is !!!

kveðja
Bára

laugardagur, 8. september 2007

REUNION!

Þá er komið að því. Hlökkum til að sjá ykkur öll hress kl 17 niðrí skóla.

Hendi hérna inn smá upphitun



Kveðja,
Helga.

fimmtudagur, 6. september 2007

Ekki á morgun heldur hinn:)

Nú eru ekki nema 2 dagar í reunionið okkar og allir að komast í geðveikt stuð!
Dagskráin er þannig að það er mæting upp í Grunnskóla (nýjaskólamegin) kl 17:00. Þar ætla Magga Ísaks og Guðjón Skólastjóri að taka á móti okkur! Svo verður bókasafnið opið og hægt verður að skoða myndir og rifja upp gamla og góða tíma:)


Kl. 19:00 Ætlum við svo að hittast heima hjá Dodda þar sem gleðin tekur völdin!
Allir þurfa svo að koma með sitt eigið áfengi:)

Kostnaður á mann er 2000 kr. (matur, snakk, gos, og ef afgangur.. þá brennivín).
Það má leggja inn á reikn: 314-26-914 kt. 240481-4059.

Það væri best ef þið gætuð lagt inn sem fyrst, helst fyrir hádegið á laugardaginn þar sem við þurfum að borga það sem við kaupum:)

Og svo vil ég einnig minna ykkur á að koma með gamlar myndir:)

Partý stuð kveðja
Bára

miðvikudagur, 29. ágúst 2007

Breytt staðsetning!!!!!!

Við höfum ákveðið í að færa okkur um set og í stað þess að hittast á Pizza um kvöldið kl 19:00 þá ætlum við að hittast heima hjá honum Dodda! Hann var svo frábært að bjóða okkur að vera heima hjá honum þar sem hann býr í voða stóru og flottu húsi:)
Þar ætlum við að panta pizzur, vera með bjórkúta og hvítt og rautt og svo geta allir komið með það sem því finnst best að drekka:)
Og svo er spurning hvort allir gítarsnillingarnir í hópnum skelli bara með sér gítarnum og haldi uppi stemningu um kvöldið!

Þetta á eftir að verða alveg svaðalegt stuð!!! En mig langar einnig að biðja ykkur að tékka á hvort þig eigið ekki einhverjar myndir frá því í grunnskóla til að senda mér svo hægt sé að útbúa smá myndasjów fyrir kvöldið!

Nú hafa næstum allir látið vita af sér og er mjög góð mæting eins og þið sjáið í síðasta bloggi en það eru samt 3 sem ekki hafa látið í sér heyra! Það eru Addi, Smári og Sigrún og skora ég hér með á ykkur að commenta sem allra fyrst!

Og endilega látið nú heyra í ykkur hvernig ykkur líst á planið!

Kveðja Bára