miðvikudagur, 29. ágúst 2007

Breytt staðsetning!!!!!!

Við höfum ákveðið í að færa okkur um set og í stað þess að hittast á Pizza um kvöldið kl 19:00 þá ætlum við að hittast heima hjá honum Dodda! Hann var svo frábært að bjóða okkur að vera heima hjá honum þar sem hann býr í voða stóru og flottu húsi:)
Þar ætlum við að panta pizzur, vera með bjórkúta og hvítt og rautt og svo geta allir komið með það sem því finnst best að drekka:)
Og svo er spurning hvort allir gítarsnillingarnir í hópnum skelli bara með sér gítarnum og haldi uppi stemningu um kvöldið!

Þetta á eftir að verða alveg svaðalegt stuð!!! En mig langar einnig að biðja ykkur að tékka á hvort þig eigið ekki einhverjar myndir frá því í grunnskóla til að senda mér svo hægt sé að útbúa smá myndasjów fyrir kvöldið!

Nú hafa næstum allir látið vita af sér og er mjög góð mæting eins og þið sjáið í síðasta bloggi en það eru samt 3 sem ekki hafa látið í sér heyra! Það eru Addi, Smári og Sigrún og skora ég hér með á ykkur að commenta sem allra fyrst!

Og endilega látið nú heyra í ykkur hvernig ykkur líst á planið!

Kveðja Bára

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ

Þetta er frábært plan. Verð stödd í Glasgow umrætt kvöld með Helgu og Valgý. Við verðum með ykkur í anda þaðan og sturtum í okkur hvítu og rauðu. Kannski ég reyni að finna nokkrar myndir svo ég verði með ykkur allaveganna á myndum hihi...
Góða skemmtun og bestu kveðjur til ykkar allra.
Knús - Sif Sturludóttir

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ,

Líst rosalega vel á þetta, alltaf gaman að koma í partý til Dodda;)

kv,
Katrín

Nafnlaus sagði...

Vá stelpur ...þetta er rosa flott plan hjá ykkur!! Þetta verður geggjað gaman, hlakka til að hitta alla. Kv.Bella

Nafnlaus sagði...

Þetta er flott plan, Stína

Nafnlaus sagði...

þetta hljómar vel, en er ekki enn planað að hittast í skólanum um kl 1700 hrs?

-Eddi :: 8604226

Nafnlaus sagði...

jú hittingurinn byrjar kl 17 í skólanum og svo verður haldið til Dodda!

kv. Bára

Nafnlaus sagði...

Telst ég með sem einn af gítarsnillingunum í hópnum....nei seigi bara svona..hahahahaha;)
Kveðja Bella gella

Nafnlaus sagði...

O já heldur betur Bella! þú ert sko einn af þeim:)