fimmtudagur, 16. ágúst 2007

Þá líður að hittingi:)

jæja krakkarnir mínir! Nú fer að líða að reunioninu hjá class ´81 og erum ég og Helga Sv að leggja lokahönd á skipulagningu!

Laugardaginn 8. september 2007 klukkan 17:00 munum við hittast galvösk í Grunnskólanum í Hveragerði þar sem ætlunin er að hitta nokkra gamla og góða kennara:)

Kl 19:00 er svo áætluð mæting á Pizza Hveró þar sem við gæðum okkur á pizzum og skolum þeim niður með góðum drykkjum!

Til þess að hafa þetta alvöru reunion verðum við auðvitað með smá myndasjów en til þess að hafa það sem skemmtilegast þá langar mig að athuga hvort þið eigið myndir frá því gamla daga sem þið viljið deilda með okkur! Það er hægt að senda mér þær á tölvupósti baraj@vodafone.is eða bara koma með þær á geisladisk um kvöldið:)

að sjálfsögðu verður DJ í húsinu og mun hann spila öll uppáhaldslögin okkar:)

Þannig að núna verða ALLIR að kommenta og láta vita hvort þeir komi eða ekki svo við getum áætlað fjölda og kostnað!

Það væri flott að þig settuð líka GSM númerið ykkar í kommentið eða sendið mér eða Helgu það á SMS:)

Hlakka til að heyra frá ykkur og sjá ykkur svo ÖLL laugardaginn 8. september:)

Ogggggg... Koma svo!!!

kv. Bára

15 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég stefni á að mæta :)
Hlakka til að sjá sem flesta.

Nafnlaus sagði...

Hlakka til að sjá ykkur. Endilega hringið eða sendið sms ef eitthvað er. Mitt nr er 6699567.

Kv. Helga.

Helga Björg sagði...

Ég býst við að mæta. Engin plön þessa helgina :)

Hlakka til að sjá ykkur...

Helga Björg

Nafnlaus sagði...

Ég kem, en verð kannski eitthvað sein þar sem ég er í skólanum þennan dag og veit ekki hvernig dagurinn er skipaður alveg en verð allavegana mætt kl 19 ef ekki fyrr. Hlakka til að sjá ykkur sem flest.
kv. Katrín

Nafnlaus sagði...

Ég kem örugglega þá, það verður rosa fjör. gemsinn minn er 869-7624

Nafnlaus sagði...

Ég held að ég komist ekki :( ætla að reyna að koma suður og fara á blómstrandi og efast ég því um að ég komi svo aftur þessa helgi. En veit að þetta verður ROSA stuð :)

Kv að norðan Valgý

Nafnlaus sagði...

Ég stefni á að mæta. Hlakka mikið til að hitt allt gamla liðið...

Nafnlaus sagði...

Ég mæti :)

Kveðja

Berglind Rós

Nafnlaus sagði...

Ég mæti, ekki spurning.


Daði

Nafnlaus sagði...

er að kenna á stóru aerobic workshopi þennan dag en það ætti að klárast þarna seinnipartinn.. kemst vonandi kl 19 annars bara verða allir orðnir hressir þegar ég kem um kvöldið haha ;)

Nafnlaus sagði...

hæhæ ég ætla að koma
hlakka til að sjá ykkur öll:)

Nafnlaus sagði...

ég mæti hress og galvaskur!
-Eddi

Nafnlaus sagði...

Ég mæti..hlakka meget til:-)

Kv, Tinna :-)

Nafnlaus sagði...

Ég stefni klárlega á að mæta! Allavega er ekkert annað planað þessa helgi þannig að ef ekkert kemur upp á þá hlakka ég bara rosalega til að hitta ykkur.

Kv. Höskuldur

Nafnlaus sagði...

Ég verð erlendis þessa daga og kemst því miður ekki. kv Egill 6994864