þriðjudagur, 15. maí 2007

Laugardaginn 8. september árið 2007

Komið öll blessuð og sæl! Alveg komin tími til að koma með smá uppdate. Ég hef aðeins verið að skoða dagatalið og lýst vel á dagsetninguna laugardaginn 8. september 2007!

Endilega commentið og ef svo ólíklega vill til að þið séuð nú þegar búin að plana langt langt fram í tímann þá bara sleppið þið því og mætið á reunionið! 4 mánuðir til stefnu - hlakka til að sjá hvað þig segið! :)

Gaman að sjá að allnokkrir hafa commentað en betur má ef duga skal!

kveðja Bára

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Laugardagurinn 8. september hljómar bara ansi vel;)
kv. Katrín

Nafnlaus sagði...

Já, þetta er ekki slæm dagsetning... ég slæ þessu inn í dagatalið.

Nafnlaus sagði...

Mér líst vel á þessa dagsetningu! Ekki búin að plana neitt svona langt fram í tímann :) híhí...

Kveðja
Helga Björg

Nafnlaus sagði...

Já flott dagsetning :) en ég verð flutt norður... EENNNN það er aldrei að vita að maður verði í heimsókn fyrir sunnan :) reyni eins og ég get að koma :)
Kv Valgý

Nafnlaus sagði...

sæl verið þið.. hef ekki séð flest ykkar síðan, jah, fyrir 19 árum eða svo :p
en Anna nokkur sagði mér að mæta og ég geri það þá auðvitað, 8 sept hljómar vel.
á eftir að vera gaman að hitta ykkur aftur.
fyrir þau sem vilja hafa samband við mig, þá er msn edvin[at]simnet.is

Edvin

Nafnlaus sagði...

Líst vel á þessa dagsetningu:)

Hlakka til kv Sif Jónsd

Nafnlaus sagði...

Mér líst vel á þessa dagsetningu. Hlakka svaka mikið til að hitta ykkur og hver veit nema ég labbi aftur á tánum heim...shit hvað það var gaman hjá okkur;)

Nafnlaus sagði...

það er fín dagsetning og vonandi komast allir þá
kv stína

Nafnlaus sagði...

Tilvitnun:
Mánudaginn 28. maí síðastliðinn slapp tæplega ársgamall Chinese Crested hundur frá eiganda sínum á Akureyri. Eigendur Lúkasar litla leituðu hundsins dags og nætur, og voru jafnvel farin að sofa útivið í von um að hundurinn kæmi nálægt.

Á Bíladögum á Akureyri, 15. - 17. júní sást til ungra drengja með hundinn, en þeir höfðu þá fundið hundinn og eignað sér hann. Málið var nú orðið að lögreglumáli. Leitinni lauk svo þegar myndir úr öryggismyndavél sýndu drengina setja hundinn ofan í íþróttatösku og spörkuðu þeir töskunni á milli sín þar til hundurinn var allur.

Þetta er hræðinlegt voðaverk sem enginn manneskja með hjarta getur skilið. Drengirnir fá vonandi sína refsingu fyrir þetta níð.

Hundavinum stendur ekki á sama. Við ætlum að sýna samhug í verki og vera með minningarathöfn fyrir Lúkas litla. Haldin verður kertavaka á 2 stöðum á landinu á sama tíma í kvöld, kl. 20:00. Hún verður haldin á Geirsnefi í Reykjavík, og hjá Blómavali og Húsasmiðjunni á Akureyri.

Við viljum bjóða öllum sem finnst þetta mál viðbjóðslegt, að syrgja með okkur. Það skiptir ekki máli hvort þið eigið hunda, ketti, páfagauka, naggrísi eða ekkert dýr. Það verður að vekja athyggli á þessu hræðinlega máli.

Vonandi sjáumst við sem flest.


Kveðja,
Hundavinir.


Því fleiri sem mæta, því meiri athyggli. Um að gera að láta fjölmiðla vita! Hvetjið sem flesta að mæta!

Nafnlaus sagði...

Líst vel á þessa dagsettningu
sjáumst :-)

kv. Anna

Helga sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Nafnlaus sagði...

Líst vel á þessa dagssetningu.

Bára, við þurfum að vera í bandi þegar þú kemur úr fríi :)