föstudagur, 27. apríl 2007

Frestað!

Við höfum því miður ekki fengið næg viðbrögð og það eru víst ansi margir sem ekki komast 19. maí og höfum við því ákveðið að fresta þessu.

Spurningin er því, eigum við að reyna að hittast í sumar eða í haust? Hvernig væri t.d. bara byrjun september?

Við ætlum að halda þessari síðu gangandi áfram. Það væri mjög gaman ef fleiri myndu skrifa hérna inn. Við Bára ætlum að skanna inn myndir við tækifæri og setja inn. Það væri ekki leiðinlegt ef fleiri væru með í þessu. Endilega hafið bara samband við mig eða Báru og við gefum ykkur þá aðgang á síðuna :)

Hlakka til að heyra frá ykkur. Vonandi getum við haldið reunion sem fyrst.

Kveðja, Helga.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Leiðinlegt að það þurfti að fresta þessu. Ég var bara að fara inná síðuna fyrst núna. En ég kemst alveg í sumar/haust. :)
Kv. Eva Hrund

Nafnlaus sagði...

ég er sammála því, ég var orðin frekar spennt að hitta alla því ég held að ég hafi ekki hitt neinn síðan síðast þegar við hittumst fyrir nokkrum árum.
Stína

Nafnlaus sagði...

Leiðinlegt með frestunina en þá er bara að ákv. aðra dagsetningu og við bara tökum þann dag frá, nægur er fyrirvarinn;)
kv. Katrín Alda

Nafnlaus sagði...

Mér líst vel á að halda þetta í haust...Mæti pottþétt þá;) Kv.bella

Nafnlaus sagði...

Já mér líst miklu betur á að halda þetta í haust:)

Kv Sif Jónsd

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ

Leiðinlegt að það skuli ekki vera hægt að halda þetta um helgina, það verður bara að setja dagsetningu á þetta og halda sig við hana. Eigum við ekki að setja þetta á fljótlega... hlakka svo hrikalega til!!! skipuleggjendur, komið með tillögu að dagsetningu...
Hilsen Arnar Ingi