miðvikudagur, 11. apríl 2007

Bréfin komin í hús.

Nú ættu allir að vera búnir að fá bréfið sem við sendum út og vonandi verða því allir duglegir að kíkja á síðuna og fylgjast með. Ég minni á að ef fleiri vilja skrifa hérna inn þá er bara að hafa samband og ég læt ykkur hafa aðgang.

Eitthvað er búið að nefna að það séu þó nokkrir sem komist ekki 19. maí þannig að endilega commentið á hvort þið komist eða ekki svo við getum gert okkur betur grein fyrir hvort það sé ástæða til að endurskoða dagsetninguna eða ekki.

Við erum búnar að bóka DJ sem ætlar að sjá um eðal 90's tónlist og nú á bara eftir að athuga með kennarana og jafnvel hitting niðrí skóla. Þetta er því allt á réttri leið, nú vantar bara viðbrögð frá fleira fólki :o)

Við hlökkum til að heyra í ykkur.
Helga.

13 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég kemst 19. maí en ekki um kvöldið...
Kv. Frikki

Nafnlaus sagði...

Ég kemst ekki heldur 19 maí
Kv.Berglind

Nafnlaus sagði...

ég kemst 19 maí
kveðja stína

Nafnlaus sagði...

Ég ætti að komast. Kv.Sif Sturludóttir

Nafnlaus sagði...

Ég kemst 19. maí

Kv. Berglind Rrrrrós :)

Nafnlaus sagði...

Það verður fjör að hitta alla eftir svona langan tíma og heyra hvernig fólk hefur það.
stína

Nafnlaus sagði...

ÉG kemst ekki 19. maí verð á Spáni að sóla mig:-)

Nafnlaus sagði...

Ég vona að ég komist 19 maí. Ekki alveg búið að ákveða hvenær verður haldið uppá afmælið hjá honum Hreini Darra mínum! :)
En læt vita um leið og það skýrist....
Kveðja
Helga Björg

Nafnlaus sagði...

Im game :)
Frikki, ef þú hittir Guðna og Davíð og þá nenniru að pressa á að þeir commenti :)
Guðni sagðist allavega ekki komast þegar ég hitti hann síðast. Hann nefndi Frikka og allavega 2 í viðbót. Þess vegna væri ÆÐI ef hann myndi commenta :)
Kv Valgý

Nafnlaus sagði...

Ég kemst 19. maí
kv. Katrín

Nafnlaus sagði...

ÆL öll.!.!

Verður ekki geim frammeftir? Ég er að klára prófin rétt fyrir 19 en útskriftin mín verður einmitt þennan marg-rómaða laugardag sem telst til 19maí.
Ég klára bara útskriftarveisluna, trylli fjöldann og mæti svo..

Djöfull hlakka ég til að sjá sem allra flest af ykkur grepitrýnunum.

Uppúr námsbókunum.. Ragnar Karl

Nafnlaus sagði...

Sælar!!

Takk fyrir síðast á blómstandi dögum í hveró, ég mæti 19. mai :)

Hlakka til að hitta ykkur öll, vá það er svo langt síðan við vorum í grunnskóla :D

Anna Kristín

Nafnlaus sagði...

Hæ, takk kærlega fyrir boðið. Ég kemst því miður ekki þar sem ég bý í Noregi a.m.k. tímabundið. Ég vona að þið skemmtið ykkur vel og hitti ykkur vonandi fljótlega.

Ég bið kærlega að heilsa öllum.

Kv. Höskuldur