fimmtudagur, 20. september 2007

Sneak peak






Það er smá vesen með myndasíðuna mína, en þegar ég get sett myndirnar inn, þá verða þær hér. Set inn smá preview hér svona til að byrja á.

Kveðja,
Helga.

mánudagur, 10. september 2007

Brjálað stuð:)

Sælt verið fólkið og takk fyrir síðast:)
Mikið svakalega var gaman að hitta ykkur öll og skemmta sér með ykkur! Langt síðan ég hef skemmt mér svona mikið og ég vona að þið skemmtuð ykkur öll eins vel og ég!!

En nú langar mig að vita hvort þið sem voruð með myndavélar væruð til í að senda mér myndir svo við getum nú sett þær hér á bloggið og allir geti skoðað:)

Endilega sendið þær á baraj@vodafone.is !!!

kveðja
Bára

laugardagur, 8. september 2007

REUNION!

Þá er komið að því. Hlökkum til að sjá ykkur öll hress kl 17 niðrí skóla.

Hendi hérna inn smá upphitun



Kveðja,
Helga.

fimmtudagur, 6. september 2007

Ekki á morgun heldur hinn:)

Nú eru ekki nema 2 dagar í reunionið okkar og allir að komast í geðveikt stuð!
Dagskráin er þannig að það er mæting upp í Grunnskóla (nýjaskólamegin) kl 17:00. Þar ætla Magga Ísaks og Guðjón Skólastjóri að taka á móti okkur! Svo verður bókasafnið opið og hægt verður að skoða myndir og rifja upp gamla og góða tíma:)


Kl. 19:00 Ætlum við svo að hittast heima hjá Dodda þar sem gleðin tekur völdin!
Allir þurfa svo að koma með sitt eigið áfengi:)

Kostnaður á mann er 2000 kr. (matur, snakk, gos, og ef afgangur.. þá brennivín).
Það má leggja inn á reikn: 314-26-914 kt. 240481-4059.

Það væri best ef þið gætuð lagt inn sem fyrst, helst fyrir hádegið á laugardaginn þar sem við þurfum að borga það sem við kaupum:)

Og svo vil ég einnig minna ykkur á að koma með gamlar myndir:)

Partý stuð kveðja
Bára

miðvikudagur, 29. ágúst 2007

Breytt staðsetning!!!!!!

Við höfum ákveðið í að færa okkur um set og í stað þess að hittast á Pizza um kvöldið kl 19:00 þá ætlum við að hittast heima hjá honum Dodda! Hann var svo frábært að bjóða okkur að vera heima hjá honum þar sem hann býr í voða stóru og flottu húsi:)
Þar ætlum við að panta pizzur, vera með bjórkúta og hvítt og rautt og svo geta allir komið með það sem því finnst best að drekka:)
Og svo er spurning hvort allir gítarsnillingarnir í hópnum skelli bara með sér gítarnum og haldi uppi stemningu um kvöldið!

Þetta á eftir að verða alveg svaðalegt stuð!!! En mig langar einnig að biðja ykkur að tékka á hvort þig eigið ekki einhverjar myndir frá því í grunnskóla til að senda mér svo hægt sé að útbúa smá myndasjów fyrir kvöldið!

Nú hafa næstum allir látið vita af sér og er mjög góð mæting eins og þið sjáið í síðasta bloggi en það eru samt 3 sem ekki hafa látið í sér heyra! Það eru Addi, Smári og Sigrún og skora ég hér með á ykkur að commenta sem allra fyrst!

Og endilega látið nú heyra í ykkur hvernig ykkur líst á planið!

Kveðja Bára

föstudagur, 24. ágúst 2007

Betur má ef duga skal!!

Nú höfum við fengið mörg comment frá frábæru fólki sem ætlar að koma á reunionið okkar laugardaginn 8. septmber 2007! Hins vegar vantar okkur ennþá að heyra frá nokkrum svo við getum áætlað kostnað vegna pizzu og drykkjarfanga:)

Þannig að nú þarf að spýta í lófana og fá alla til að commenta!

kveðja
Bára SMS glaða:)

Mæting
Anna Kristín - Mætir
Arnar Ingi - ????
Bára - Mætir
Berglind Sig - Mætir
Berglind Rós - Mætir
Bjarki - ????
Björgvin - Mætir
Daði - Mætir
Davíð - Mætir
Egill - Mætir Ekki
Eva Hrund - Mætir
Friðrik - Mætir
Guðni - Mætir
Helga Björg - Mætir Ekki
Helga Sveins - Mætir
Höskuldur - Mætir
Katrín - Mætir
Kristín - Mætir
Mark - Býr í Ástralíu - Mætir ekki
Ragnar Karl - Mætir
Sif Jóns - Mætir
Sif St - Mætir Ekki
Sigrún - ????
Sigurbjörg - Mætir
Smári - ????
Svava - Mætir
Telma - Mætir
Tinna Rán - Mætir
Tinna Rut - Mætir
Valgý - Mætir ekki
Þórarinn - Mætir
Edvin - Mætir

fimmtudagur, 16. ágúst 2007

Þá líður að hittingi:)

jæja krakkarnir mínir! Nú fer að líða að reunioninu hjá class ´81 og erum ég og Helga Sv að leggja lokahönd á skipulagningu!

Laugardaginn 8. september 2007 klukkan 17:00 munum við hittast galvösk í Grunnskólanum í Hveragerði þar sem ætlunin er að hitta nokkra gamla og góða kennara:)

Kl 19:00 er svo áætluð mæting á Pizza Hveró þar sem við gæðum okkur á pizzum og skolum þeim niður með góðum drykkjum!

Til þess að hafa þetta alvöru reunion verðum við auðvitað með smá myndasjów en til þess að hafa það sem skemmtilegast þá langar mig að athuga hvort þið eigið myndir frá því gamla daga sem þið viljið deilda með okkur! Það er hægt að senda mér þær á tölvupósti baraj@vodafone.is eða bara koma með þær á geisladisk um kvöldið:)

að sjálfsögðu verður DJ í húsinu og mun hann spila öll uppáhaldslögin okkar:)

Þannig að núna verða ALLIR að kommenta og láta vita hvort þeir komi eða ekki svo við getum áætlað fjölda og kostnað!

Það væri flott að þig settuð líka GSM númerið ykkar í kommentið eða sendið mér eða Helgu það á SMS:)

Hlakka til að heyra frá ykkur og sjá ykkur svo ÖLL laugardaginn 8. september:)

Ogggggg... Koma svo!!!

kv. Bára

þriðjudagur, 15. maí 2007

Laugardaginn 8. september árið 2007

Komið öll blessuð og sæl! Alveg komin tími til að koma með smá uppdate. Ég hef aðeins verið að skoða dagatalið og lýst vel á dagsetninguna laugardaginn 8. september 2007!

Endilega commentið og ef svo ólíklega vill til að þið séuð nú þegar búin að plana langt langt fram í tímann þá bara sleppið þið því og mætið á reunionið! 4 mánuðir til stefnu - hlakka til að sjá hvað þig segið! :)

Gaman að sjá að allnokkrir hafa commentað en betur má ef duga skal!

kveðja Bára

föstudagur, 27. apríl 2007

Frestað!

Við höfum því miður ekki fengið næg viðbrögð og það eru víst ansi margir sem ekki komast 19. maí og höfum við því ákveðið að fresta þessu.

Spurningin er því, eigum við að reyna að hittast í sumar eða í haust? Hvernig væri t.d. bara byrjun september?

Við ætlum að halda þessari síðu gangandi áfram. Það væri mjög gaman ef fleiri myndu skrifa hérna inn. Við Bára ætlum að skanna inn myndir við tækifæri og setja inn. Það væri ekki leiðinlegt ef fleiri væru með í þessu. Endilega hafið bara samband við mig eða Báru og við gefum ykkur þá aðgang á síðuna :)

Hlakka til að heyra frá ykkur. Vonandi getum við haldið reunion sem fyrst.

Kveðja, Helga.

miðvikudagur, 11. apríl 2007

Bréfin komin í hús.

Nú ættu allir að vera búnir að fá bréfið sem við sendum út og vonandi verða því allir duglegir að kíkja á síðuna og fylgjast með. Ég minni á að ef fleiri vilja skrifa hérna inn þá er bara að hafa samband og ég læt ykkur hafa aðgang.

Eitthvað er búið að nefna að það séu þó nokkrir sem komist ekki 19. maí þannig að endilega commentið á hvort þið komist eða ekki svo við getum gert okkur betur grein fyrir hvort það sé ástæða til að endurskoða dagsetninguna eða ekki.

Við erum búnar að bóka DJ sem ætlar að sjá um eðal 90's tónlist og nú á bara eftir að athuga með kennarana og jafnvel hitting niðrí skóla. Þetta er því allt á réttri leið, nú vantar bara viðbrögð frá fleira fólki :o)

Við hlökkum til að heyra í ykkur.
Helga.

miðvikudagur, 14. mars 2007

Breytt dagssetning!

Já við áttuðum okkur á að það er kannski ekki svo sniðugt að hafa þetta á Hvítasunnuhelgi ;o) 19. maí verður því fyrir valinu. Vonandi komast sem flestir.

Þið ykkar sem eruð nú þegar búin að rekast á þessa síðu, endilega komið áfram linknum. Held það sé sniðugt að allir geti lesið fréttir hér, ekki satt?

Ættum að vera komnar með tilboðin á hreint á morgun þannig að meiri fréttir um leið og við erum búnar að staðfesta það.

Þið sem eruð að commenta, er ekki í lagi að ég setji linka á ykkur hér á síðuna?

Kveðja, Helga.

fimmtudagur, 8. mars 2007

10 ára reunion

Jæja gott fólk. Þá er komið að 10 ára útskriftarafmæli '81 árgangsins úr Hveró. Ég og Bára erum byrjaðar á skipulagningu reunion-sins og mun ég setja hér inn hvernig málin þróast.

Í dag var ákveðið að halda þetta 26. maí. Ég er að bíða eftir svörum frá Cafe Kidda Rót og Pizza með tilboð. Erum að pæla í mat og bjór og hafa svo DJ sem spilar fyrir okkur góða 90's tónlist um kvöldið til að koma okkur í rétta gírinn :o)

Erum líka að spá í að reyna að hitta gömlu kennarana fyrr um daginn og ef stemmning er fyrir að bjóða þeim þá líka að kíkja um kvöldið.

Ef einhverjar hugmyndir kvikna, endilega sendið mér eða Báru línu eða commentið hér á síðuna.

Bára er að vinna í að senda út boð á alla. Spurning að fá msn og netföng hjá öllum.

Ef einhver vill aðgang til að skrifa á þetta blogg, sendið mér þá bara línu á helgas@vodafone.is.

Meira síðar,
Helga.